Hér að neðan er að finna ábyrgðarskilmála BESTWAY EUROPE S.p.A. með skráða skrifstofu í Via della Resistenza nr. 5, San Giuliano Milanese (20098) - Mílanó, Ítalíu (hér eftir „BESTWAY") á vörum sem seldar eru á Evrópska efnahagssvæðinu undir vörumerkinu BESTWAY.

1. Lagaleg ábyrgð

1.1 Lagalega ábyrgðin er veitt samkvæmt Evróputilskipunum 1999/44/ESB og 2019/771/ESB, sem miða að því að vernda neytandann, eins og skilgreint er að neðan, ef keyptu vörurnar („vörur") búa yfir samræmisgöllum.

Það fer eftir kauptímanum hver af eftirfarandi reglugerðum gilda:

  • · Evróputilskipun 1999/44/ESB, fyrir allar vörur sem keyptar eru 31. desember 2021 eða fyrr;
  • · Evróputilskipun 2019/771/ESB, fyrir allar vörur sem keyptar eru 1. janúar 2022 eða síðar.

1.2 Samkvæmt fyrrgreindum Evróputilskipunum er neytandi hver sá einstaklingur sem kaupir vöru sem ekki tengist rekstri hans, viðskiptum, handverki eða atvinnu („neytandi").

1.3 Lagaleg ábyrgð varir í 24 mánuði frá afhendingu varanna til neytandans, nema annað sé tekið fram í löggjöf viðkomandi aðildarríkis Evrópusambandsins.

1.4 Telji neytandi sig hafa keypt vöru með samræmisgalla verður neytandinn að hafa samband við söluaðila sinn til að nýta sér ábyrgð tengda henni.

1.5 BESTWAY ber ábyrgð á hugsanlegum göllum á samræmi vörunnar gagnvart öllum neytendum sem keyptu vörurnar beint af BESTWAY.

2. Framleiðsluábyrgð BESTWAY

2.1 Án þess að það hafi áhrif á ábyrgð og einkarétt, sem kveðið er á um í lögum, og án þess að það hafi áhrif á möguleika neytandans til að virkja framangreinda lagalega ábyrgð býður BESTWAY upp á viðbótarábyrgð („Framleiðsluábyrgð BESTWAY") vegna hugsanlegra samræmisgalla fyrir takmarkað úrval af vörum.

2.2 Framleiðsluábyrgð BESTWAY á aðeins við um neytandakaup, þ.e. hlut sem einstaklingur kaupir sem ekki er fyrir rekstur hans, viðskipti eða atvinnu. Ef neytandinn tengist til dæmis fyrirtæki, sem notar vörur okkar í viðskiptalegum tilgangi, fellur varan ekki undir framleiðsluábyrgð BESTWAY.

2.3 Neytandi vörunnar eða söluaðili getur virkjað framleiðsluábyrgðina samkvæmt eftirfarandi skilmálum.

(a) Listi yfir vöruflokka sem falla undir framleiðsluábyrgð BESTWAY:

  • · Lay-Z-SpaTM sett
  • · Lay-Z-SpaTM sett með þráðlausri tengingu
  • · Lay-Z-SpaTM afþreyingarstöð
  • · Fast SetTM (frá 183 x 51 cm og stærra)
  • · Steel ProTM
  • · Steel Pro MaxTM
  • · Power SteelTM
  • · HydriumTM
  • · FlowclearTM síudæla
  • · FlowclearTM Skimatic síudæla
  • · FlowclearTM sandsía
  • · FlowclearTM sundlaugarhitari
  • · FlowclearTM klórblöndunartæki
  • · FlowclearTM Swimfinity
  • · Hreinsiþjarkarnir AquaTronix, AquaGlide, AquaRover
  • · Stigi, aðeins ef hann fylgir með sundlaugarsettinu
  • · Hlífar og jarðdúkar, aðeins ef slíkt fylgir með í sundlaugarsettinu
  • · Viðhaldssett, aðeins ef það fylgir með sundlaugarsettinu
  • · Brimbretti
  • · Hydro ForceTM SUP
  • · Hydro ForceTM bátur
  • · Vatnagarður – Constant Air

(b) Tímalengd BESTWAY framleiðsluábyrgðarinnar

Framleiðsluábyrgð á öllum vörum BESTWAY, sem nefndar eru í (a)-lið 3. mgr. 2. gr., skal vara í 24 mánuði - nema annað leiði af löggjöf viðkomandi aðildarríkis Evrópusambandsins - frá og með þeim degi sem fram kemur á kvittun eða skattaskjali sem gefið er út við kaup.

Til að koma í veg fyrir að réttindi á grundvelli BESTWAY framleiðsluábyrgðarinnar glatist ekki skal tilkynna BESTWAY um skort, sem talið er að sé til staðar, á samræmi vörunnar frá BESTWAY innan 2 mánaða frá því að hún kemur fram eins og lýst er í (c)-lið 3. mgr. 2. gr. hér á eftir.

(c) Virkjun og þjónusta BESTWAY framleiðsluábyrgðarinnar

Til að tilkynna um galla, sem talið er að sé til staðar, á samræmi vörunnar og til að virkja framleiðsluábyrgðina verður neytandi eða söluaðili að hafa samband við þjónustumiðstöð í heimalandi hans/hennar á vegum BESTWAY.

Hægt er að leggja fram kröfuna:

Gefa skal upp eftirfarandi upplýsingar:

  • · samskiptaupplýsingar um neytandann;
  • · kaupdag og afrit af kvittun eða skattaskjali;
  • · vörunúmer;
  • · raðnúmer;
  • · lýsingu og/eða myndir og/eða myndband af gallanum;
  • · myndir og/eða myndband af uppsetningu vörunnar;
  • · Önnur gögn sem getur verið að BESTWAY þurfi á að halda við skoðun á kröfunni.

Þegar framleiðsluábyrgð BESTWAY hefur verið virkjuð ber neytandanum að veita BESTWAY allar ofangreindar upplýsingar en þær eru mikilvægar til að tryggja að Bestway geti framkvæmd greiningu á skýrslunni og bætt úr vandanum innan hæfilegs tíma.

Ef eitt eða fleiri ofangreindra skilyrða eru ekki uppfyllt gildir framleiðsluábyrgð BESTWAY ekki. Neytandanum er hins vegar bent á að hann getur alltaf lagt fram kröfu samkvæmt lagalegu ábyrgðinni sem tilgreind er í 1. gr. þessa skjals.

Ef BESTWAY finnur galla á samræmi vörunnar mun BESTWAY aðeins skipta út gölluðum hlutum en ekki öllu settinu. Slíkt mál mun ekki leiða til nýs ábyrgðartímabils framleiðsluábyrgðarinnar, hvorki fyrir varahlutinn né allt settið; því munu útskipti á gölluðu hlutunum hvorki rjúfa né slá framleiðsluábyrgðinni á frest heldur mun eðlilegur gildistími hennar gilda

Útskiptin hafa ekki í för með sér neinn aukakostnað fyrir neytandann.

Útskiptin hafa ekki í för með sér neinn aukakostnað fyrir söluaðilann, sem neytandinn keypti vöruna af, nema annað leiði af viðskiptaskilmálunum sem söluaðilinn verður að hafa lesið áður en framleiðsluábyrgð BESTWAY var virkjuð. Virkjun ábyrgðarinnar af hálfu söluaðila felur í sér samþykki á öllum skilmálum og skilyrðum viðskiptaskilmála BESTWAY samkvæmt nýjustu útgáfu hennar.

(d) Takmarkanir á beitingu framleiðsluábyrgðar BESTWAY

Framleiðsluábyrgð BESTWAY gildir eingöngu um samræmisgalla á vörum frá BESTWAY. Hún nær, hins vegar, ekki að neinu leyti yfir vandamál, sem rekja má til mismunandi orsaka, eins og til dæmis, en takmarkast ekki við, vandamál, sem hugsanlega stafa af rangri uppsetningu, rangri notkun, slæmu eða lélegu viðhaldi, slæmri meðhöndlun, misnotkun efna, röngum aflgjafa, vanrækslu eða rangri notkun, meðhöndlun og/eða breytingum á vöru frá BESTWAY, notkun fylgi- og/eða varahluta, sem henta ekki og/eða eru ekki upprunalegir, skemmda, sem eru sýnilegar að utanverðu og ekki er mótmælt við afhendingu, skemmda sem stafa af loftslagsáhrifum, galla, sem ekki má rekja til framleiðsluvanda, tilkynningar um hluti, sem vantar, sem gerðar eru þegar meira en tveir mánuðir hafa liðið frá kaupdegi.

Vörur Bestway falla ekki undir framleiðsluábyrgð BESTWAY ef þær eru keyptar notaðar og/eða uppgerðar. Auk þess er ekki hægt að framselja ábyrgð til þriðja aðila.

Framleiðsluábyrgð BESTWAY gildir ekki um vörur sem hafa verið opnaðar og/eða meðhöndlaðar án samþykkis Bestway (til dæmis opnun á dælu).

Framleiðsluábyrgð BESTWAY gildir ekki um fjárhagslegt tap vegna vatns- og rekstrarefnakostnaðar.

Framleiðsluábyrgð BESTWAY gildir ekki um eignatjón vegna rangrar uppsetningar og/eða samsetningar á vörunni, samkvæmt leiðbeiningunum í notendahandbókinni; sem dæmi má nefna tjón af völdum flóða vegna uppsetningar á vörunni á yfirborði sem er ekki flatt og/eða hentar ekki.

Ekki er hægt að krefjast endurgreiðslu vegna inngripa og/eða útskiptingar eða vegna meðhöndlunar neytandans eða söluaðilans á vörunni sem er öðruvísi og við aðrar aðstæður en kveðið er á um í BESTWAY ábyrgðinni sjálfri.

Vegna mismunandi öryggis- og/eða reglugerðarstaðla, sem geta verið breytilegir frá einu landi til annars, varar BESTWAY neytandann við því að uppsetning og/eða notkun á vörum frá BESTWAY í öðru landi en þar sem vörurnar voru keyptar getur valdið líkams- og/eða eignatjóni og/eða tjóni á vörunni sjálfri (eða einstökum hlutum hennar). Ef ekki er farið að þeim kröfum, sem hér eru settar fram, getur verið að framleiðsluábyrgð BESTWAY falli úr gildi.

(f) Gildistökudagur

BESTWAY ábyrgðin gildir með fyrirvara um ákvæðin í (c)-lið 3. mgr. 2. gr. um vörur BESTWAY og í samræmi við Evróputilskipunina sem kveðið er á um í 1. mgr. 1. gr. í skjali þessu.

Útgáfudagur: 1. maí 2022.